Er Blöndal Akureyringur?

c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_orsteinn_palsson.jpg

Þorsteinn Pálsson mærir Halldór Blöndal í leiðara Fréttablaðsins í dag. Meðal þess sem hann segir er "Sérstaða hans og ef til vill styrkur sem þingmanns hefur trúlega framar öðrum þáttum átt rætur í næmum tengslum hans við fólkið fyrir norðan. "

Annað hvort er langt síðan Þorsteinn hefur talað við Akureyring, eða ég tala við skrítinn hóp norðanmanna. Held þó að hið fyrrnefnda sé réttara. Ein ástæða þess að Akureyringar hafa verið í herferð fyrir því að fá Akureyring á þing er útbreidd skoðun að langt sé síðan Halldór Blöndal hafi verið Akureyringur og hann hafi misst öll tengsl við norðanmenn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband