23.9.2006 | 19:32
Marshallinn í framboð?
Það var svolítið undarleg fréttin hjá Sjónvarpinu í kvöld, þar sem tekið var viðtal við Róbert Marshall um lokun á NFS. Það er í sjálfu sér ekki undarlegt að talað skuli við manninn, en hann sagði svosem ekkert sem hann hefur ekki sagt áður og fátt það sem ekki kom fram í fréttum í gær.
Það sem nýtt var í fréttinni var að fréttamaður tjáði okkur áhorfendum að Róbert hafi verið orðaður við framboð fyrir Samfylkinguna, nokkuð sem Róbert vildi ekki tjá sig um. Það þýðir að hann er að íhuga málið alvarlega, ef ekki á leiðinni í framboð.
Flestir nýjir frambjóðendur vilja koma "buzzinu" af stað áður en tilkynnt er um framboð. Einn tilgangurinn er að láta það hljóma sem svo að meiri eftirspurn sé eftir frambjóðenda en framboð. En til að koma buzzinu af stað, og til að fá viðtal í fjölmiðlum, þarf eitthvað fréttnæmt að vera í gangi. Svo er hægt að hnýta "slúðrinu" aftan við. Þó það eigi kannski ekki heima þar. Þá er ekki verra að þekkja fjölmiðlamenn, eins og Róbert sannarlega gerir.
Þetta verður eflaust ekki eina fréttin nú á haustmánuðum sem fjallar um eitthvað semi-áhugavert, en fer svo að snúast um framboðsmál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.