25.9.2006 | 20:32
Kirkjan reynir að fara eftir lögum
Á NFS í kvöld kom fram að leggja á fyrir næsta Kirkjuþing tillögu til að breyta því hvernig prestar eru valdir, meðal annars til að tryggja að valið falli ekki undir jafnréttislög. Það gengur ekki að hægt sé að stefna Biskupi Íslands fyrir eitthvað sem hann ber geistlega ábyrgð, en telur sig ekki hafa veraldlega.
Sumir eru nefnlinlega jafnari fyrir lögunum en aðrir, og kirkjan hlýtur að tróna þar í efstu hæðum. Í fréttinni kemur fram að skipa eigi valnefnd sem fari yfir umsækjendur og velji þá þrjá hæfustu. Við mat á þeim hæfustu verið gætt "eins og kostur er ákvæða jafnréttislaga."
Ég ætla leggja það fyrir næsta heimilisþing að breyta samþykktum og mun það leiða til þess að ég muni gæta, eins og kostur er, ákvæða umferðarlaga. Ég hef nú þegar tryggt mér meirihluta atkvæða þingsins og reikna fastlega með að umferðarlögregla muni sýna þessu skilning næst þegar hún stöðvar mig fyrir of hraðan akstur.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.