Lekavandamál miðaldra manna

c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_herinn.jpg

Síðasta fimmtudag kvartaði  Össur Skarphéðsinsson yfir leynd Geirs H. Haarde. Hann væri búinn að semja við Bandaríkjamenn um brotthvarf hersins og gera nýjan tvíhliðasamning um varnir landsins án þess að ræða við utanríkisnefnd þingsins.

Þegar Össur mætti svo í Kastljósið á föstudag, fékk hann að heyra þá skýringu frá stjórnmálaprófessornum Hannesi H. Gissurasyni (sem reyndar var þarna frekar mættur í hlutverki sagnfræðings) að Sjálfstæðismenn hefðu af því reynslu að stjórnarandstöðunni væri ekki treystandi. Hann tók það sérstaklega fram að Alþýðuflokknum hefði ekki verið treystandi í Viðreisnarstjórninni. Ekki hefði mátt hósta án þess að landslýður vissi af því. Og því væri ekki hægt að bera samninginn undir nefnd sem bundin er þagnarskyldu, þrátt fyrir að bera eigi öll meiriháttar utanríkismál undir nefndina.

Nú í hádeginu á að kynna samninginn við Bandaríkjamenn fyrir flokksformönnum stjórnarandstöðunnar og síðdegis verður hann loks kynntur fyrir utanríkisnefnd.

Frá því fyrir helgi hafa okkur hins vegar borist stanslausar fréttir, þar af fyrstu fréttirnar frá Víkurfréttum, um það helsta sem í þessum samning á að vera. Og ef Ingibjörg Sólrún, Steingrímur J. og Guðjón Arnar hafa verið að fylgjast með er væntanlega fátt sem kemur á óvart.

Hverjum á nú að kenna um lekann? Tókst Geir ekki að halda utan um þetta áður en hann kynnti samningin fyrir stjórnarandstöðunni, þannig að það væri að minnsta kosti hægt að kenna henni um?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband