26.9.2006 | 12:28
Æfing í hnútukasti
Ég hef lúmskt gaman af því að fylgjast með síðum framsóknarmannanna þriggja; Péturs, Denna og Binga, þátt fyrir að framsóknarmennska sé fyrir ofan minn skilning. Það er bara eitthvað sætt við það hvað þeir eru duglegir að linka hver á annan.
Af þessum þremur er síða Péturs skemmtilegust. Ég veit hann var um tíma fréttastjóri Fréttablaðsins, á þeim tíma sem Fréttablaðið virtist eiga mjög auðvelt með á ná á þáverandi forsætisráðherra. En hvað er hann að gera nú? Kominn aftur á flokksskrifstofuna?
Öðru hvoru er hann með laumulegar athugasemdir í garð Sjálfstæðisflokksins, þannig að ég fæ flash-back í kosningabaráttu Björns Inga fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þá reyndi hann hvað hann gat að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum, með þeim afleiðingum sem öllum er fullkunnugt um.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.