Versta viðskiptafrétt í heimi?

Hvernig er hægt að skrifa svona frétt af viðskiptum án þess að minnast á

  • Hve stóran hlut Leifur Sveinsson átti í Árvakri.
  • Hve stóran hlut Straumur-Burðarás, Útgáfufélagið Valtýr og Forsíða áttu í Árvakri fyrir kaup.
  • Hve stóran hlut sömu félög áttu eftir kaup.
  • Hve mikið er greitt fyrir þennan hlut.

Það er auðvitað mögulegt að síðasta atriðið hafi verið of erfitt að fá upplýsingar um, eða þá það að við um þessa frétt eins og sumar aðrar að þær endurspegla frekar vilja yfirstjórnar en blaðamanna sjálfra. Sérstaklega er það setningin: "Á þessum tímamótum flytur Morgunblaðið Leifi Sveinssyni þakkir fyrir náið og árangursríkt samstarf um margra áratuga skeið," sem gefur til kynna að ekki hafi öllum helstu stöðlum óháðrar blaðamennsku verið beitt í þessari frétt.


mbl.is Leifur Sveinsson selur hlut sinn í Árvakri hf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband