Manstu eftir mér?

c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_ils-logo.gif

Eins og kynnt var hér í gær, var Félagsmálaráðherra að kynna hugmyndir stýrihóps um framtíð Íbúðalánasjóðs. Hugmyndirnar töldust ekki það merkar að fréttin næði "helstinu" í fréttum Sjónvarps og lendir t.d. á síðu 12 í Fréttablaðinu

 Fyrir nokkru var ljóst að SBV yrði ekki með í hugmyndum stýrihópsins, því kemur það ekki á óvart að samtökin mótmæli núna og gagnrýni. Guðjón mun verða eins og spýtt hundskinn að reyna að sannfæra lýðinn um að þetta ríkisrekna bákn sé af hinu illa.

Kristinn H GunnarssonÁ meðan reyna framsóknarmenn að sannfæra lýðinn um að bankarnir séu af hinu illa. Í því máli eru allir framsóknarmenn Kristinn H. Gunnarsson. Þegar er framsóknarmaskínan farin að reyna að túlka þróunina síðan í gær (sem hefur verið mjög lítil) á þann hátt að þetta sé sigur fyrir Framsóknarflokkinn og séstaklega Árna Magnússon. (Ok, það er fyrrum aðstoðarmaður Árna sem er að reyna að sannfæra lýðinn, en ef þú vinnur fyrir flokkinn ertu flokkurinn)

Ég hef ekki heyrt aðra stjórnmálamenn en Magnús Stefánsson ræða um tillögur stýrihópsins, en Sjálfstæðismenn bakka varla algjörlega og stuðla að  áframhaldandi uppbyggingu ríkisstyrkts banka? Ýmsir þingmenn Samfylkingar eru í vafa um upbbyggingu ÍLS, hvað segja þeir? Verður ryki varnarmálaumræðunnar leyft að setjast áður en umræðunni um Íbúðalánasjóð verður talin fullkláruð?

Hallur MagnússonMiðað við þau ítök sem Framsóknarflokkurinn hefur í Íbúðalánasjóði verður því miður að segjast að flokkurinn er ekki marktækur þegar kemur að umræðunni. Bara það hvernig flokkurinn hefur raðað inn flokksgæðingum fær mig til að styðja hugmyndir um einkavæðingu ÍLS.

Hugmyndin um að Framsókn taki hlutlausa afstöðu til ÍLS er svona álíka fáránlegt eins og hugmyndin um að bóndi verði góður landbúnaðarráðherra, sem hugsar um landbúnað út frá stærra samhengi neytenda en ekki bara út frá þröngum hagsmunum bænda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband