27.9.2006 | 17:32
Fimmtíu keeeell
Stundum heillast ég mjög af ríkisforsjá. Jafnvel mannanafnanefnd þegar hún hafnar nöfnum sem börn munu einugis þjást af. Ég ætla að mæla með annari nefnd; auglýsinganefnd. Slík nefnd gæti tekið fyrir og bannað bjánalegar auglýsingar eins og auglýsingu Ingvars Helgasonar sem nú heyrist allt of oft. Þar er verið að auglýsa eitthvað um 50 krónur, (50 keeelll), eða 250.000 krónur (50 bláir, 1000 krónu seðillinn er fjólublár, 5000 krónu seðillinn er blár). Ég hef ekki mikið fylgst með kúlulingóinu, en málskilningur minn er all svakalega rangur ef ein kúla er þúsund krónur.
Fyrir áhugafólk um gott mál í fjölmiðlum mæli ég eindregið með Mannamáli Sverris Páls. Hann mætti bara taka fyrir miklu fleiri dæmi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.