10.10.2006 | 20:24
Rottur og kakkalakkar eru hræðileg ógn
Það eru alltaf einhverjar fréttir af "mögulegum hryðjuverkum". Auðvitað er það alltaf möguleiki að um raunverulega ógn sé að ræða, en oftast er það taugaveiklun á taugaveiklun ofan. Þetta er önnur frétt sem birtist í dag, um að tæma þurfti Heathrow vegna þess að maður fannst með "grunsamlega tösku". Ekkert fannst í töskunni, en loka þurfti Heathrow in fjóra klukkatíma. Ekki kæmi mér á óvart þó grunsamlegu hljóðin úr ruslagámi í nágrenni við Bandaríska sendiráðið í Osló komi frá hinum ógurhættulegu dýrum; rottum og kakkalökkum.
Hryðjuverkataugaveiklunin getur ekki bara verið komin frá blaðamönnum sem æsa upp svona smá fréttir. Hinn vestræni heimur er að fara á taugum. Og hvar endar það? ... jú, með skertum mannréttindum svo hægt sé að verja okkur gegn þessari hræðilegu ógn, sem er meira í huga okkar en raunveruleg. Ef "ógn" við líf og limi er það alvarleg að jafnmargir látist árlega og nú gera af völdum hryðjuverka í hinum vestrpæna heimi, ætti að minnsta kosti að vera búið að banna byssur, bíla og áfengi. Svo ég tali nú ekki um sígaretturnar.
Hættum að taka þátt í vitleysunni.
Bandaríska sendiráðið í Ósló rýmt vegna grunsamlegra hljóða úr ruslagámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.