Mikill vill minna?

Samkvæmt þessari frétt telur mikill meirihluti sveitarstjórnar- og alþingismanna þörf á að efla sveitarstjórnarstigið og 3/4 vilja flytja málefni aldraðra til sveitarfélaga. Hljómar athyglisvert ekki satt?

En síðan þegar rannsóknin er skoðuð aðeins betur, þá eru svör frá 405 þátttakendum, en eins og vitað er eru þingmenn einungis 63 eða tæp 16 prósent svarenda.  Ekkert kemur fram í fréttinni um að munur sé á skoðunum eftir því í hvaða flokki stjórnmálamenn eru, eða hvort þeir sitja á þingi eða í sveitarstjórn. Þess má þó geta að stærsti hópur svarenda voru óháðir, eða tengdir staðbundum lista. 

Það er ekki fyrr en skýrslan sjálf er skoðuð að í ljós kemur munur á svörum eftir því hvort svarendur eru í sveitarstjórn eða sitja á þingi og eru alþingismenn hlutfallslega hlynntari því að efla sveitarstjórnarstigið og færa verkefni eins og málefni aldraðra og fatlaðra til sveitarstjórnanna. Er ég að gera of miklar kröfur að svona lagað komi fram?


mbl.is Meirihluti sveitastjórnar- og alþingismanna telur þörf á að efla sveitastjórnarstigið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband