Hversu mörg tré?

c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_i_na_arskogur.jpg
Samkvæmt Hagstofu vefnum fluttum við inn 11.614 tonn af dagblaðapappír fyrstu átta mánuði ársins. Í fyrra, á sama tímabili, voru það 9.856 tonn.  Það er frábært að lesa blöðin með morgunkaffinu, en fara vefmiðlar ekki að verða málið fyrir þessa þjóð sem er orðin svo umhverfisvæn?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að mér skilst kemur meginþorri pappírs á Íslandi úr nytjaskógum (Finnland meðal annars). Við erum því að auka magn skóglendis með okkar notkun ef rétt reynist. Svo ætti vart að endurnýja pappír, límkvoður sem halda honum saman eru skaðlegar náttúrunni, langt umfram prentsvertu. Ágæt er umhverfisvakning þjóðarinnar, en gera verður einhverja tilraun til að halda öfgum frá þessum málaflokki. Nú skal minnka fiskneyslu, sama hvaðan fiskurinn kemur.

Andri (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 11:25

2 identicon

Er ekki mikilvægara að minnka bílnotkun sem myndi minnka á svifriksmengun, útblástur og brennslu eldsneytis, auk auðvitað minni notkun á dekkjum? Að ógleymdu að þá verður kannski líft að vera gangandi vegfarandi í Reykjavík!

Ég held að það sé mun mikilvægara en pappírsnotkun, svei mér þá.

Guðmundur D. Haraldsson (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 12:56

3 Smámynd: Miðlar Lifandi

Ja, ég var nú bara að spá hvort umhverfisvakning þjóðarinnar sem birtist í Kárahnjúkamálinu myndi endurspeglast á öðrum vettvangi. Þar sem fjallað er helst um fjölmiðla á þessari síðu þótti mér 2.000 tonna aukning á innfluttum dagblaðapappír vera umhugsunarefni. Hvað varðar endurvinnslu held ég að Íslendingar standi sig einna verst Vestrænna þjóða. Það má sem sagt ekki drekkja landinu með vatni. En ekki eru jafn margir, eða jafn ötulir talsmenn þess að forða landinu frá því að drukna í rusli.

Miðlar Lifandi, 28.9.2006 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband