Ást og samhugur í Sjálfstæðisflokknum

bræðravígÉg hef gaman af hugleiðingum Friðjóns R. Friðjónssonar. Ég veit hvar hann stendur í pólitík, þannig að það er ekkert það sem kemur mér á óvart, nema kannski hversu berorður hann stundum er, svona miðað við að hann er embættismaður í dómsmálaráðuneytinu. (Það er kannski einhver sem getur kært hann til Mannréttindadómstólsins í Brussel, eða Haag eða jafnvel Strasborg?) Friðjón hefur nú reyndar ekkert mikið verið að leyna skoðunum sínum og því kemur mér á óvart að það sé fyrst núna sem hann ætli að hætta því, svona fyrst hann hefur sagt upp störfum. Kannski þetta þýðir bara að hann ætlar að blogga oftar, sem er ekkert verra. Lofsyrði á dag um ráðherrann sinn ætti meira að segja að gera á vinnutíma, það kemur bara skapinu í lag.

Nú er greinilega prófkjörshasar komin á fullt og Friðjón er greinilega að styðja sinn vin Gulfreð, þegar hann segir;

Vinstri menn vita það líka og þess vegna hamast þeir gegn honum eins og naut í flagi, syndin er að sumir sjálfstæðismenn taka þátt í aðförinni. Þeir sem ekkert eiga nema metnaðinn vilja ryðja þeim út sem geta.

Sjálfstæðisflokkurinn yrði veikur og aumur flokkur ef hugsjónalausir og valdagírugir menn sem ekkert hafa fram að færa nema eigin metorðagirnd stæðu einir í stafni. Á því fleyi þigg ég ekki far. 

Kjósendur hafa ekki alltaf séð í gegnum innihaldslausa potara fyrr en seint og um síðir.  Það má vera að Albertsgenið lifi enn í flokknum. 

Er ég kannski eitthvað að misskilja vinskap þeirra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband