Lífið er einn allsherjar Sirkus

Símon Birgisson er farinn að skrifa fyrir Sirkus. Það eru kannski bara gamlar fréttir sem ég hef ekki tekið eftir fyrr. Fyrir Sirkusblaðið í dag  skrifar Símon eitt það sorglegasta viðtal, sem ég hef lengi lesið, við "rokkstjörnuna" Ívar Örn Kolbeinsson. Nýlegum tónleikum á Akureyri lýsir Ívar svo "Fyrsta mega ferðalagið. Alvöru Road Trip. Fimmtán dópistar saman í rútu, grúppíur og massíf stemning."  Heldur svo áfram að tala um "tussurnar" og alvöru ástina; kókið.

Nú þekki ég ekki Ívar, og það getur vel verið að hann sé jafnmikill dóphaus og hann vill vera láta. Hluti af mér hafði þó á tilfinningunni að hann væri að draga upp ýkta mynd af sjálfum sér því hún passar svo vel við ímyndina af bandinu. Það er sorglegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband