Sic faciunt omnes

Blaðið kom ekki morgun, ekki frekar en alla hina daga vikunnar. Síðasta vika var því merkisvika, því það var eina vikan sem Blaðið barst hér í hús og það á hverjum degi.

Athyglishæfni mín er ekki nægileg til að ég muni eftir því að sækja það sem ekki er ýtt að mér. Ekki nema ég borgi fyrir það sérstaklega, og því man ég eftir að hringja og skammast þegar ég fæ ekki moggann.

Nú er síðan búin að vera lifandi í viku. Nægir það til að kallast "bloggari"? Í næstu viku mun ég svo læra að hekla. Ef vel gengur er stefnt á sýningu í Gerðubergi.

Minni að lokum á Húmor að hausti. Góða atburði á ætíð að plögga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð síða! En ekki kannast ég við að vera Guðmarsson. Laga það:-)

mbk,

Sigmar Guðmundsson

sigmarg (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 13:01

2 Smámynd: Miðlar Lifandi

Og þú ert þá væntanlega ekki bróðir Sveins...

Miðlar Lifandi, 29.9.2006 kl. 15:32

3 identicon

Það þýðir ekkert að byrja að blogga og hætta svo....

Sigríður Dögg Auðunsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 16:56

4 identicon

sammála síðasta ræðumanni...

helgavala (IP-tala skráð) 4.10.2006 kl. 16:37

5 Smámynd: Miðlar Lifandi

Ég hélt ég hefði tilkynnt það að ég væri að fara að taka upp hekl. Fyrir nýgræðing í greininni sem stefnir á Gerðuberg tekur þetta mjög á. Eftir fimm daga er ég að verða búin með barbie-vettlingana en stefni næst á veggteppi.

Miðlar Lifandi, 5.10.2006 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband