Verða þá ekki hinir síðustu fyrstir?

Yfir þessu varð ég svo hissa að ég varð að leggja frá mér heklunálina. Er það þá þetta sem maður gerir þegar maður fær ekki að vera ráðherra? Það höfðu þó verið sögusagnir á reimi áður en tilkynningar birtust um að Sólveig, Guðmundur, Rannveig, Margrét og Jóhann myndu hætta á þingi.

En Sigríður Anna, fyrrum frú ráðherra í umhverfisráðuneytinu (þó ég muni nú ekki eftir neinu máli sem hún kom í gegn sem slíkur, né heldur hve lengi hún var ráðherra. Ég man þó að hún var mótfallin utanvegaakstri),hlýtur að eiga einhverja bjarta framtíð fyrir sér. Nema hún hafi bara allt í einu uppgötvað að prestsfrú með tagl á þingi er bara ekki málið...

Gunnar bæjarstjóri hættur og Árni fjármálaráherra farinn í annað kjördæmi. Það hlýtur að vera kapphlaup í þriðja sæti og neðar á lista Sjálfstæðismanna í kraganum. Hver skyldi þá koma í staðin úr Mosfellsbæ? Er önnur kona búin að gefa kost á sér? Kannski frú Ragnheiður bæjarstjóri? Hvað er annars hægt að hafa margar spurningar í einni málsgrein?


mbl.is Sigríður Anna Þórðardóttir hyggst hætta á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Haukur Magnússon

Ef ég man rétt þá var það hún sem tók við Siv sem umhverfisráðherra eftir seinnustu kosningar. Gæti misminnt enda er erfitt að muna þegar alltaf er verið að skipta um ráðherra.

Kristján Haukur Magnússon, 5.10.2006 kl. 00:40

2 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Að því gefnu að það sé sett spurningarmerki aftan við hverja spurningu þá er einungis hægt að hafa eina spurningu í hverri málsgrein, enda nær málsgrein einungis á milli tveggja punkta.

Agnar Freyr Helgason, 5.10.2006 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband