Týndi sonurinn snýr aftur

c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_sigur_ur_g.jpg

Heyrði um það pískrað að Sigurður G. Guðjónsson væri aftur á leið upp á Lyngháls. Nei, hann er víst ekki á leið aftur á Stöð 2, heldur á hann að vera búinn að leigja kjallarann fyrir fjölmiðlarekstur sinn.

Kjallari Lynghálsins hentar ágætlega þar sem þar var áður útvarpssvið Norðurljósa og hefur  því fullbúin útvarpsstúdíó.

Þá á Oddi að vera búinn að fá nóg af Birtíng, eða því starfsfólki sem áður starfaði fyrir Fróða, og vill fá skrifstofupláss sitt aftur. Fyrrum Fróðafólkið mun því vera á leið upp á Lyngháls líka. Ef þetta gengur eftir mun Sigurður því vera komin heim og aldrei að vita nema hann taki Krókhálsinn yfir áður en langt um líður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oddamenn eiga ekkert í húsnæðinu sem Fróði var með í leigu, húsnæðið er í eigu Landsafls og það er varla mönnum bjóðandi að vinna í þessu húsi. Nýi Birtingur ætti að vera sáttur við Lynghálsinn enda gamalgróið fjölmiðlahús af bestu gerð.

helgi jón (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 21:15

2 identicon

Oddamenn eiga ekkert í húsnæðinu sem Fróði var með í leigu, húsnæðið er í eigu Landsafls og það er varla mönnum bjóðandi að vinna í þessu húsi. Nýi Birtingur ætti að vera sáttur við Lynghálsinn enda gamalgróið fjölmiðlahús af bestu gerð.

helgi jón (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 21:17

3 Smámynd: Miðlar Lifandi

Hvað svo sem Oddamenn eiga eða mega, hafa skal það sem betur hljómar... í mínum eyrum ;)

Miðlar Lifandi, 26.10.2006 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband