Blátjörn gufar upp í fjölskylduviðskiptum

Ég var að fatta af hverju viðskiptafréttir eru svona leiðinlegar. Þær eru þannig skrifaðar að það er bara fyrir innvígða og innmúraða að skilja slíkar fréttir.

Á mánudag selur Grettir Sundi tæplega sex prósenta hlut í Straumi Burðarás fyrir eitthvað um 11. milljarða eins og fram kom á vef Viðskiptablaðsins.  OK,  Þá kom fram að eigendur Grettis voru Sund ehf með 49,05%, Landsbanki Íslans hf með 35,9% og Opera  Fjárfestingar með minna.  Sem sagt stærsti einstaki eigandinn að kaupa sex prósent af félaginu. Só far, só gúdd.

ThorbjorgolfssonÞá seldi Landsbankinn hlut í Straumi Burðarás í dag, fimmtudag fyrir ca. 12 milljarða eins og aftur kemur fram á vef vb. Ekki er sagt hver kaupir. Í staðin kaupir Landsbankinn í TM fyrir skitna fjóra milljarða. (lesist það ekki Bjöggarnir selja í Bjöggunum og kaupa svo í Tryggingamiðstöðinni sem er í nánu samstarfi við Landsbankann?)

Um klukkutíma síðar er vb búin að komast að því að  Hansa ehf (í eigu Björgólfs Guðmundssonar) kaupir 33,6% hlut í Gretti fyrir um 6,3 milljarða.  Af hverjum er hann Björgólfur að kaupa? Jú hann er ekkert að fara langt yfir lækinn, hann kaupir þetta bara af Landsbankanum.)

Eigendur Grettis eins og ég minntist á áðan eru svona fyrirbæri eins og Ópera Fjárfestingar. En bjorgolfurhver skildi nú eiga þær? Jú,  Hansa, sem var að kaupa í Gretti og hinn eigandinn er Novator, eða eins og þetta heitir fyrir okkur hinum; Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor. Hansa að kaupa í Gretti er því Bjöggarnir að kaupa í Bjöggunum.

En voru viðskiptin búin? Nei, Samson Global Holdings jók hlut sinn í Straumi úr 13,5% í 30,2% og hver skyldi nú eiga Samson.... Ah, Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor.

En í stað þess að segja okkur bara frá því að Bjöggarnir séu nú mögulega að styrkja stöðu sína í Straumi Buðrarás og komnir með tæplega 50% hlut, örugglega til að tryggja sig gegn því að svona menn eins og Magnús snúi aftur, krefist varaformennsku og hlýði svo ekki formanninum (Björgólfi Thor), eða þeir sem keyptu (Jón Ásgeir og kumpánar) séu nú ekki með neina uppsteyt, þá býður Mbl.is okkur upp á "Með fjárfestingu sinni í Straumi-Burðarási staðfestir Samson Global Holding trú sína á viðleitni félagsins til að eflast og styrkjast með aukinni starfsemi á alþjóðamörkuðum.

Þá fáum við einnig að vita, frá mbl. að Grettir og Blátjörn hafi veirð sameinuð undir nafni Grettis. Blátjörn hefur einhvern tíman fjárfest í TM, en annað veit ég ekki um félagið, né heldur kemur það fram í fréttinni. Ég reikna með að mögulega hafi Bjöggarnir og Sund átt einhvern hlut í því félagi.

Eruð þið ekki einhverju nær um hvernig viðskipti ganga fyrir sig? Nei? Ja hérna, ekki ég heldur.


mbl.is Grettir og Blátjörn sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband