Verða þá ekki hinir síðustu fyrstir?

Yfir þessu varð ég svo hissa að ég varð að leggja frá mér heklunálina. Er það þá þetta sem maður gerir þegar maður fær ekki að vera ráðherra? Það höfðu þó verið sögusagnir á reimi áður en tilkynningar birtust um að Sólveig, Guðmundur, Rannveig, Margrét og Jóhann myndu hætta á þingi.

En Sigríður Anna, fyrrum frú ráðherra í umhverfisráðuneytinu (þó ég muni nú ekki eftir neinu máli sem hún kom í gegn sem slíkur, né heldur hve lengi hún var ráðherra. Ég man þó að hún var mótfallin utanvegaakstri),hlýtur að eiga einhverja bjarta framtíð fyrir sér. Nema hún hafi bara allt í einu uppgötvað að prestsfrú með tagl á þingi er bara ekki málið...

Gunnar bæjarstjóri hættur og Árni fjármálaráherra farinn í annað kjördæmi. Það hlýtur að vera kapphlaup í þriðja sæti og neðar á lista Sjálfstæðismanna í kraganum. Hver skyldi þá koma í staðin úr Mosfellsbæ? Er önnur kona búin að gefa kost á sér? Kannski frú Ragnheiður bæjarstjóri? Hvað er annars hægt að hafa margar spurningar í einni málsgrein?


mbl.is Sigríður Anna Þórðardóttir hyggst hætta á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sic faciunt omnes

Blaðið kom ekki morgun, ekki frekar en alla hina daga vikunnar. Síðasta vika var því merkisvika, því það var eina vikan sem Blaðið barst hér í hús og það á hverjum degi.

Athyglishæfni mín er ekki nægileg til að ég muni eftir því að sækja það sem ekki er ýtt að mér. Ekki nema ég borgi fyrir það sérstaklega, og því man ég eftir að hringja og skammast þegar ég fæ ekki moggann.

Nú er síðan búin að vera lifandi í viku. Nægir það til að kallast "bloggari"? Í næstu viku mun ég svo læra að hekla. Ef vel gengur er stefnt á sýningu í Gerðubergi.

Minni að lokum á Húmor að hausti. Góða atburði á ætíð að plögga.


Lífið er einn allsherjar Sirkus

Símon Birgisson er farinn að skrifa fyrir Sirkus. Það eru kannski bara gamlar fréttir sem ég hef ekki tekið eftir fyrr. Fyrir Sirkusblaðið í dag  skrifar Símon eitt það sorglegasta viðtal, sem ég hef lengi lesið, við "rokkstjörnuna" Ívar Örn Kolbeinsson. Nýlegum tónleikum á Akureyri lýsir Ívar svo "Fyrsta mega ferðalagið. Alvöru Road Trip. Fimmtán dópistar saman í rútu, grúppíur og massíf stemning."  Heldur svo áfram að tala um "tussurnar" og alvöru ástina; kókið.

Nú þekki ég ekki Ívar, og það getur vel verið að hann sé jafnmikill dóphaus og hann vill vera láta. Hluti af mér hafði þó á tilfinningunni að hann væri að draga upp ýkta mynd af sjálfum sér því hún passar svo vel við ímyndina af bandinu. Það er sorglegt.


Árni og Árni í slagnum?

c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_rni.jpg

Árni Johnsen var í kastljósinu að tilkynna framboð í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Hann ætlar sér ekkert lítið, 1.-2. sætið. Fer sem sagt í slaginn við Árna M.

Það virðist vera sem Vestmanneyjingar hafi fyrirgefi Árna misgjörðirnar, og þá á bara eftir að koma í ljós hvort aðrir í kjördæminu séu sama sinnis. Er það spennandi að fá Árna aftur á þing? Ah, held ekki.


Fylgjumst með myrkrinu

c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_myrkur.jpg
Er það merki um firringu borgarbúa að það verður bein útsending á Vísi þegar götuljósin verða slökkt í kvöld? Þetta er magnað framtak hjá borginni og alltaf frábært að horfa á stjörnurnar. En að vera með beina útsendingu af myrkri (það eru víst 90% líkur á að það verði skýjað í kvöld), það myndi ég setja spurningarmerki við.

Hversu mörg tré?

c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_i_na_arskogur.jpg
Samkvæmt Hagstofu vefnum fluttum við inn 11.614 tonn af dagblaðapappír fyrstu átta mánuði ársins. Í fyrra, á sama tímabili, voru það 9.856 tonn.  Það er frábært að lesa blöðin með morgunkaffinu, en fara vefmiðlar ekki að verða málið fyrir þessa þjóð sem er orðin svo umhverfisvæn?

Er ég hvur?

Pétur Gunnarsson telur sig hafa kenningu um hver "ég" er. Miðlar Lifandi geta nú ekki annað sagt en tí hí hí og maður á eiginlega ekki að svara svona bulli. Kemur þó skemmtilega á óvart að einhver skuli hafa áhuga á þvíumlíku yfir höfuð.

Ég lofa, þetta verður eina fullkomlega sjálfmiðaða bloggfærlslan sem nokkurn tíman mun birtast.


Djarft en ekki fallegt

Hvað eru Djarfir og Fallegir að gera í sjónvarpinu mínu þegar ég ætlaði að fylgjast með heitasta deilumálinu í dag, fyllingu Hálslóns? og veflinkurinn virkar ekki.

 Ps. Þetta birtist loksins í sjónvarpinu og er álíka spennandi sjónvarpsefni og að horfa á málningu þorna...


Guilty by association

c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_sveinn_andri.jpg

Hvernig skyldi standa á því að í hvert sinn sem Sveinn Andri tekur að sér að verja mann, sannfærist ég um sekt hans?


mbl.is Jesus Sainz ætlar í mál við Íslenska erfðagreiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill vill minna?

Samkvæmt þessari frétt telur mikill meirihluti sveitarstjórnar- og alþingismanna þörf á að efla sveitarstjórnarstigið og 3/4 vilja flytja málefni aldraðra til sveitarfélaga. Hljómar athyglisvert ekki satt?

En síðan þegar rannsóknin er skoðuð aðeins betur, þá eru svör frá 405 þátttakendum, en eins og vitað er eru þingmenn einungis 63 eða tæp 16 prósent svarenda.  Ekkert kemur fram í fréttinni um að munur sé á skoðunum eftir því í hvaða flokki stjórnmálamenn eru, eða hvort þeir sitja á þingi eða í sveitarstjórn. Þess má þó geta að stærsti hópur svarenda voru óháðir, eða tengdir staðbundum lista. 

Það er ekki fyrr en skýrslan sjálf er skoðuð að í ljós kemur munur á svörum eftir því hvort svarendur eru í sveitarstjórn eða sitja á þingi og eru alþingismenn hlutfallslega hlynntari því að efla sveitarstjórnarstigið og færa verkefni eins og málefni aldraðra og fatlaðra til sveitarstjórnanna. Er ég að gera of miklar kröfur að svona lagað komi fram?


mbl.is Meirihluti sveitastjórnar- og alþingismanna telur þörf á að efla sveitastjórnarstigið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband